Hrisey - Forsiða

hrisey.is er heimasíða ferðamálafélags Hríseyjar

Fréttir

Að lokinni Hríseyjarhátíð

Hríseyjarhátíð gekk vel og komu um 1.110 manns til eyjarinnar á föstudag og laugardag má því reikna með að um 1.300 manns hafi verið í eyjunni þegar mest var. Á föstudeginum var boðið upp á óvissuferðir fyrir börn, unglinga og fullorðna. Metaðsókn var í ferðirnar og var almenn ánægja með þær. Mikil ánægja gesta var með nýja uppákomu á hátíðinni „Kaffi í görðum”, en gestgjafar í sex görðum buðu gestum og gangandi uppá kaffi og meðlæti og mætti fjöldi manns á þennan viðburð og öruggt að þetta mun verða fastur liður í framtíðinni. 

Lesa meira
22.06.2014 | Folf í Hrísey

Framsetning efnis

Hrísey | 16.8°C | 6 m/s
contact
sitemap
moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf